
Golf á Álandseyjum
🌾 Golf á Álandseyjum 2026
Dagsetningar: 10. – 14. september 2026
Viðburður: 3 golfhringir á fallegu Kastelholm vellinum (tveir 18 hóla brautir) 11., 12. & 13. sept.


Golfferð til Álandseyja 10.-14. september 2026
Við bjóðum nú í fyrsta sinn lúxusgolfferð til Álandseyja þar sem spilað verður á hinum frábæra Kastelholm golfvelli í fallegu umhverfi kastala og skerjagarðs. Einstök fegurð Álandseyja er umtöluð og gestrisni þessarar vinaþjóðar er einstök. Golfvöllurinn býður upp á tvo 18 holu velli, Slottsbanan og Kungsbanan. Spilað verður þrjá daga, 18 holur hvern dag. Þessir vellir eru lofaðir fyrir gæði og teljast meðal þeirra bestu í Finnlandi.
Gist verður á Arkipelag sem er flott fjögurra stjörnu hótel í Maríuhöfn og er fullt fæði og drykkir innifaldir. Rúta er frá hóteli á golfvöllinn og er hádegismatur og léttir drykkir innifaldir í golfskálanum. Hægt er að leigja tveggja manna golfbíla.
Nánari ferðatilhögun.
Flug með Icelandair þann 10. september frá Keflavík til Stokkhólms
Rúta til miðborgar Stokkhólms
Siglt með lúxusferjunni Gabriellu um stórbrotinn skerjagarðinn við Stokkhólm og til Maríuhafnar.
Kvöldverður um borð með víni og/eða bjór úr krana. Tax-free verslun um borð og notalegt umhverfi
Komið er til Maríuhafnar rétt fyrir miðnætti og farið beint á Hótel Arkipelag.
11.-13. september er spilað golf, 18 holur hvern dag
Flug með Icelandair þann 14. september frá Stokkhólmi til Keflavíkur
Gríptu þetta einstaka tækifæri til að heimsækja vinaþjóð okkar á Álandseyjum, sigla um stórkostlegan skerjagarð Stokkhólms og spila golf á tveimur frábærum völlum.
Verð 320.000 kr. (2 saman í herbergi) – allt innifalið (ferðir, fullt fæði og vallargjald, gjöld fyrir golfbag í fluginu). Íslensk fararstjórn. Með gistingu i eins manns herbergi er verðið 370.500 kr.
Það er hægt að panta golfbíl (fyrir tvo) á 55€ á dag og hring. Greiðist í golfskálanum við komuna þangað.
Fyrir ferðafélagar sem spila ekki golf er verðið 264.500 kr. miðað við 2 saman í herbergi.
Upplýsingar um golfvöllinn www.agk.ax
Upplýsingar um hótelið www.hotellarkipelag.ax/en
Alandia Travel Service
Ferðalýsingar:
Fimmtudagur 10/9 (1. dagur)

✈️ Ferðadagur 1 – Brottför og komutími til Álandseyja
Kl. 07:35 – Brottför frá Keflavík með Icelandair til Stokkhólms (Arlanda)
Rúta bíður á flugvellinum og ekur hópinn til Stokkhólms
Ef tími leyfir: Stutt borgarskoðun í Stokkhólmi
Sigling til Maríuhafnar með glæsiskipi
Um borð: Kvöldverður (hlaðborð) með drykkjum (gos, bjór, léttvín)
Rútan fylgir hópnum alla leið og farangur geymdur í rútunni
Komutími til Álandseyja: Rétt fyrir miðnætti á staðartíma
Innritun á Hótel Arkipelag í Maríuhöfn
Hótel Arkipelag er 4* hótel í miðbæ Maríuhafnar og er með veitingahús, næturklúbbi, sauna og sundlaug. Öll okkar herbergi er með útsýni yfir smábátahöfnin og ströndina.
Föstudagur 11/9 (2. dagur)
Rútan sækir okkur eftir morgunmat og við förum í stutta skoðunarferð í borginni og nágrenni áður en rútan ekur okkur að golfvellinum í Kastelholm. Þar tékkum við okkur inn, en sneiðum hádegisverð áður en leikurinn hefst.
Frá kl. 12:30 erum við með golftíma kl. 12:30/ 12:40/ 12:50/ 13:00 /13:10. Ein golfumferð er ca. 4,5 klst.
Þegar við komum til baka til Maríuhafnar er frjáls tími til að skoða miðborgina. Á hótelinu stendur okkur til boða að fara í sauna og sundlaug á hótelinu milli kl. 17 og 19.
Um kvöldið sneiðum við kvöldverð á hótelinu.
Laugardagur 12/9 (3. dagur)
Eftir morgunmat halda golfævintýrunum áfram og við erum með golftímar fráteknir kl. 10:00 – 10:45 (á níu mínútna fresti). Eftir að golfhringnum hefur verið klárað verður hádegisverður ca. kl. 15 á golfveitingastaðnum.
Við komum til baka á hótelið um kl. 17 og þá er aftur möguleiki að fara í sauna og sundlaug á hótelinu.
Kvöldverður á veitingastað rétt hjá hótelinu.
Sunnudagur 13/9 (4. dagur)
Eftir morgunmat förum við í þriðja skiptið að golfvellinum frá hótelinu erum með golftímar fráteknir kl. 10:00 – 10:45 (á tíu mínútna fresti). Eftir að golfhringnum hefur verið klárað verður hádegisverður ca. kl. 15 á golfveitingastaðnum. Við komum aftur á hótelið um kl. 17.
Milli kl. 17 og 19 er hægt að fara í saunu og sund á hótelinu, sem er í boði fyrir hótelgesti.
Flottur kvöldverður (kannski tækifæri að klæða sig aðeins upp) bíður okkar á Restaurant Nautical. Kvöldverðurinn er þriggja rétta hátíðamáltíð með drykki. Rúta ekur okkur báðar leiðir.
Gott að gera upp við hótelið ef einhver skuld væri, þar sem við förum á brott snemma næsta dag.
✈️ Ferðadagur Mánudagur 20/9 (5. dagur)
Heimfarardagur. Við gætum fengið eitthvað smá í morgunmat á hótelinu, en við borðum svo alvöru morgunmat á ferjunni. Brottför frá hótelinu kl. 07:00 með rútu sem ekur okkur til ferjuhafnarinnar í Berghamn. Ferjan fer af stað kl. 8 og við förum beint upp í morgunverðarhlaðborð í ferjunni. Eftir 2ja tíma sigling komum við til Grisslehamn í Svíþjóð kl. 9 á sænskum tíma. Rútan fer með okkur til Arlanda og flugvélin fer í loftið kl. 13:50. Við lendum í Keflavík kl. 14:40.
Verð 320.000 kr. (2 saman í herbergi) – allt innifalið (ferðir, fullt fæði og vallargjald, gjöld fyrir golfbag í fluginu). Íslensk fararstjórn.
Fyrir ferðafélagar sem spila ekki golf er verðið 264.500 kr. miðað við 2 saman í herbergi.
40.000 kr. á mann greiðist við bókun og afgangurinn fyrir 10.7.2026.
Verðið er miðað við gengið í janúar 2026. Við gengisbreyting > 5% er verðið með fyrirvara um gengisleiðréttingu á útistandandi upphæð.
Við afbókun fyrir 1.7.2026 endurgreiðist staðfestingargjaldið og allt sem hefur verið greitt inn á ferðina, nema 10.000 kr. sem er haldið eftir fyrir umsýslukostnað. Eftir 1.7.2026 fæst ekkert endurgreitt. Mælt með að ferðalangar hafa ferðatryggingu til að dekka ferðakostnað við forfall með stuttumí fyrirvara.
Innifalið:
Flug með Icelandair frá Keflavík til Stokkhólms (Arlanda) og til baka.
Rútuferð frá Arlanda, útsýnisferð um Stokkhólm, akstur til hafnarinnar í Stokkhólmi og með ferju til Álandseyja. Rútan fylgir okkur alla leið og farangurinn má vera í rútunni allan tímann. Kvöldverðarhlaðborð í ferjunni m/s Gabriella með drykki. Siglingin er ca. 5,5 klst. í stóru og flottu skipi. Tax free sala á áfengi, snyrtivörur og fleira.
Gisting á 4**** hótelinu Arkipelag í Maríuhöfn, fjórar nætur með morgunmat. Frítt í sauna og sundlaug fyrir hótelgesti milli kl. 17 og 19.
Golfgjöld í þrjá daga. Það er hægt að panta golfbíl (fyrir tvo) á 55€ á dag og hring. Greiðist í golfskálanum við komuna þangað.
Rútuferðir á Álandseyjum milli hótelsins og golfvallarins.
Ferjusigling í heimleiðinni með m/s Eckerö. Morgunverðarhlaðborð í ferjunni.
Rútuferð til Arlanda fyrir flugið heim.
Fjórir kvöldverðir og þrír hádegisverðir með drykki á Álandseyjum.
Íslensk farastjórn. Farastjóri er Per Ekström.
Ekki innifalið:
Ferðatrygging
Akstur á Íslandi (Keflavík)
Golfkilfur og -búnaður (taka með í fluginu er innifalið)
Golfbíll (hægt að leigja, 55 € per bíl og dag, 2ja manna bíll)
Hótel Arkipelag
Fjögurra stjörnu hótel í miðbænum. Hótellið er með flottan veitingastað, næturklúbbi, sauna og sundlaug (frítt fyrir hótelgesti kl. 17 – 19). Öll okkar herbergi eru með svalir og útsýni yfir smábátahöfnin og ströndina. Frítt WiFi og öryggishólf. Ísskápar í öllum herbergjum.
Tímabelti
Í september er sumartími á Álandseyjum og klukkan er þremur tímum á undan Íslandi. Svíþjóð er tveimur tímum á undan Íslandi.
Gjaldmiðill
Álandseyjar tilheyra Finnlandi og notar EUR. Í Svíþjóð eru sænskar krónur.
Ítarupplýsingar
Dagsetning
10.9.2026 - 14.9.2026
Verð frá
320.000 ISK
Fjöldi
30
Staðfestingargjald
40.000 ISK
Greiðsludagur
Jul 10, 2026






