
Finnland og Eistland í maí 2026
Skemmtileg 7 daga ferð til Eistlands og Finnlands. Fljúgum til Helsinki og höldum áfram í lúxusferju til Tallinn samdægurs. Skoðum okkur um í Tallinn og nágrenni undir nokkra daga. Förum svo til Helsinki og skoðum okkur um í höfuðborginni og í sveitinni fyrir austan Helsinki.
Í Tallinn gistum við frábæra hótelinu Metropol Spa Hotel með aðgang að Spa-deildinni. Í Helsinki gistum við á Scandic Grand Marina.
Mikið er innifalið, skoðunarferðir í rútu með leiðsögn á íslensku, ferjusiglingar milli Helsinki og Tallinn í lúxusferjunni Viking Xpress, þrír kvöldverðir, tveir hádegisverðir.
Sjá nánari í ferðalýsingum sem eru í pdf-viðhengi her neðst á síðunni.
Tallinn – miðaldaperla við Eystrasalt
Rétt sunnan við Helsinki leynist ein af fallegustu perlum Eystrasaltsins – Tallinn, ein best varðveitta miðaldaborg Norður-Evrópu. Borgin á sér ríka og litríka sögu og er gamli bærinn hennar sannkallað stolt Eistlendinga. Þar má ganga um þröngar steinlagðar götur, virða fyrir sér stórbrotna kirkjuturna og njóta miðaldastemningar sem erfitt er að finna annars staðar.
Tallinn er lífleg og heillandi borg allt árið um kring, en á sumrin iðar hún af lífi. Fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og verslanir bjóða upp á fjölbreytta upplifun – hvort sem þú vilt njóta góðs matar, menningar eða bara rölta um og njóta andrúmsloftsins.
Í ferðinni verður farið í göngutúr með íslenskri leiðsögn um sögufrægan gamla bæinn, auk rútuferðar um áhugaverð svæði utan hans, svo sem Katrínargarð og sönghátíðarsvæðið þar sem hin frægu eistnesku sönghátíðir eru haldnar.
Einnig verður ekið út fyrir borgina í Lahemaa-þjóðgarðinn, einn stærsta þjóðgarð Evrópu, sem býður upp á stórbrotna náttúru, fjölbreytt lífríki og töfrandi strönd við Finlandsflóa. Þar gefst einnig tækifæri til að heimsækja heillandi smábæi þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað. Að lokum verður heimsókn í strandbæinn Haapsalu á vesturströnd Eistlands sem hefur að geyma fornar kastalarústir og fallega sjávarsíðu.
Komdu með í ferð þar sem saga, menning og náttúrufegurð renna saman í eina ógleymanlega upplifun!
Dómkirkjan (Stórkirkjan) í Helsinki

Klettakirkjan í Helsinki

Tallinn

Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar

Lauluväljak (tónleikasviðið) í Tallinn

Herragarðurinn Malmgård í Finnlandi

Borgå dómkirkja

Tallinn

Verð: 298.000 kr.
Innifalið
Flug Icelandair Keflavík - Helsinki - Keflavík
Transfer í Helsinki frá og að flugvellinum
Gisting á góðum hótelum í Tallinn (3 nætur) og Helsinki (3 nætur) með morgunmat
Máltíðir samkvæmt ferðalýsingum (3 hádegisverðir, 3 kvöldverðir)
Útsýnisferðir í Eistlandi og Finnlandi samkvæmt ferðalýsingum
Ferjusigling Helsinki - Tallinn - Helsinki
Íslenskur farastjóri og leiðsögn á íslensku í Finnlandi og Eistlandi
Ekki innifalið
Ferðatryggingar
Ítarupplýsingar
Dagsetning
17. -23.5.2026
Verð frá
298.000 kr.
Fjöldi
30 - 40
Staðfestingargjald
40.000 kr.
Greiðsludagur
Mar 15, 2026



