
Ein fallegasta siglingaleið heims
Yfirlit
Eitt af því sem allir verða að gera a.m.k. einu sinni á ævinni er að sigla meðfram magnaðri strandlengju Noregs. Þessi fjölbreyttu náttúra er einstök og siglt er leið þar sem sker og eyjar mynda náttúrulegt skjól og því er sigling fyrir opnu hafi í raun mjög lítil. Í ágúst nk. ætlum við einmitt að bjóða upp á þannig ferð en siglt er frá Kirkenes suður til Bergen og á leiðinni eru margt að skoða, þúsundir eyja og náttúra sem er engri lík. Í siglingunni förum við fram hjá Nordkap (hægt að fara í sérstakan ferð þangað), við komum við í Hammerfest, sem er nyrsta borg Evrópu, og Tromsö, siglt verður inn Trollfjorden sem mörgum þykir hápunktur ferðarinnar, auk fjölda annara spennandi áfangastaða. En við hefjum ferðina í Finnlandi. Við fljúgum til Helsinki, dveljum þar í þrjá daga. Þar á eftir erum einn dag í Ivalo í Norðurfinnlandi, áður en við höldum áfram til Kirkenes, þar sem siglingin hefst. Allir okkar klefar eru með uppbúin rúm og gluggar með gott útsýni á 4. eða 5. dekk. Havila skipið er nýtt og knúið með gasi og rafmagni. Í lok ferðarinnar gistum við eina nótt í Bergen áður en við fljúgum heim til Íslands. Þessar ferðalýsingar eru drög og eru með fyrirvara um breytingar þegar allar bókanir eru staðfestar.
Ferðalýsingar vegna ferða í ágúst 2025
Tvær ferðir Það eru tvær ferðir í boði: Fyrri ferðin á árinu 2025 verður 2. – 11.8.2025 og seinni ferðin verður 13. – 22.8.2025 og eru þær eins.
Dagur 1 (2./13.ág.)
Flogið er með Icelandair frá Keflavík kl. 07:30 að morgni og áætluð lending í Helsinki er kl. 14 á staðartíma. Þar bíður rúta eftir okkur og fer með okkur á hið glæsilega Scandic Helsinki Hub, sem er staðsett í miðbæ Helsinki. Frjáls tími það sem eftir er af deginum, en ég ætla að rölta með hópinn um miðbæinn og skoða helsta einkenni hans (fyrir þá sem vilja). Sameiginlegur kvöldverður í stuttu færi frá hótelinu. Morgunverðir alla daga á meðan við erum á þessu hóteli.
Dagur 2 (3. / 14. ág.)
Eftir morgunmat förum við skoðunarferð í rútu um höfuðborgina þar sem helstu kennileiti, m.a. Uspenskij rétttrúnaðarkirkjuna, Sibelius monumentið og Klettakirkjuna, Hádegisverður á Fölisön innifalinn. Seinni partinn er boðið uppá valfrjálsan göngutúr að markaðstorginu (Salutorget) og Dómkirkjutorginu (Senatstorget) og sjáum helsta stjórnsýslubyggingarnar.
Dagur dagur 3 (4. / 15. ág.)
Eftir morgunmat förum við í rútu út á flugvöll. Okkar flug er með Finnair til Kittilä og rúta ekur okkur til Ivalo. Skoðunarferð um Ivalo og Enare. Við skoðum m.a. Siida safnið og menningarsetur sama. Seinni partinn komum við á Hótel Ivalo þar sem við gistum eina nótt. Kvöldverður á hótelinu. Á hótelinu er sauna og sundlaug. Kannski sjáum við hreindýr þennan dag.
Dagur 4 (5. / 16. ág.)
Eftir morgunmat er ferðinni heitið með rútu til Kirkenes í Noregi. Ferðin, sem er ca. 240 km, liggur í gegnum Norður-Finnland sem er rómað fyrir fegurð og búast má við að sjá hreindýr á leiðinni. Komið er til Kirkenes fyrir hádegi þar sem Havila skipið okkar bíður okkar. Lagt er frá bryggju kl. 12.30 og við sneiðum hádegisverðar um borð um leið og siglingin hefst. Við fáum okkar klefar í síðasta lagi um kl. 15, þegar er búið að þrifa. Þeir sem ætla að fara í útsýnisferð til Nordkap (morgunmatur á Nordkapp) strax næsta morgunn þarf að skrá sig strax þegar við komum um borð. Aðrar útsýnisferðir eru bókaðar almennt daginn áður í afgreiðslunni á dekk 4. Okkar klefar eru á dekk 4 eða 5. Fylgist með auglýsingar um borð vegna útsýnisferða. Skipið er einkar glæsilegt og eru allir klefar með glugga og útsýni. Við erum í fullri fæði allan tímann á meðan siglingin stendur og hráefni er sótt annarsvegar úr sjó og hinsvegar úr landbúnaðarhéröðum þeirra svæða sem siglt er fram hjá. Fyrsta daginn er siglingaleiðin nálægt ströndum og eyjum og komið er við í Vadsø, Båtsfjord og Berlevåg.
Dagur 5 (6. / 17.ág.)
Við komum við í Honningsvog snemma morguns. Þaðan er útsýnisferð með rútu til Nordkapp, sem má bóka um borð daginn áður. Rútan kemur svo með Nordkapp ferðalangana til Hammerfest. Sjá nánar á degi 4 hér fyrir ofan. Siglt er svo til Hammerfest sem er þekktust fyrir að vera nyrsta borg heims en einnig sú fyrsta sem fékk rafmagnsgötulýsingu. Rétt fyrir utan höfninni er stór gasstöð (LPG). Siglt er þaðan til Tromsø en komið er þangað í lok dags. Seint um kvöldið gefst tíma að rölta um Tromsø og þar er í boði að fara á miðnæturtónleikar í dómkirkjunni.
Dagur 6 (7. / 18.ág.)
Náttúran skartar sínu fegursta þennan dag. Siglt er á Harstad um morgunverðarleytið. Áfram er siglt til Vesterålen og Lofoten. Við siglum í mjóa Risörennu og til Stokmarknes, þar sem Hurtigruten safnið er staðsett. Nú er komið að Trollfjorden sem mörgum finnst hápunktur ferðarinnar. Ef veður leyfir siglir skipið inn í þennan magnaða en þrönga fjörð með sínar einstöku snarbröttu fjallshlíðum sem virðast það nálægt að næstum er hægt að snerta þær. Innst í firðinum er skipinu snúið við og aftur siglt út fjörðinn. Í lok dags heimsækjum við Svolvær og siglum síðan yfir Vestfjorden. Komið er til Bodø um miðnætti.
Dagur 7 (8./19.ág.)
Sigling dagsins verður yfir sjálfan heimskautabauginn en því er fagnað á hefðbundinn hátt. Leiðin liggur meðfram Helgelandskysten og siglt verður fram hjá „Systrunum sjö“, þar sem sagan og náttúran blandast skemmtilega saman. Skipið siglir með okkur fram hjá „Torghatten“ sem ennþá er með gat eftir ör Hestamannsins.
Dagur 8 (9./20.ág.)
Komið er til Trondheim snemma dags. Þar verður hægt að fara í skoðunarferð og skoða m.a. Níðarós dómkirkjuna. Áfram verður siglt hjá Hitra og gert stutt stopp í Kristiansund og Molde. Um miðnætti komum við til Ålesund.
Dagur 9. (10./21.ág.)
Um nóttina kemur skipið við í Torvik, Måløy og Florø. Við sjáum landslagið breytast með auknum gróanda þegar við nálgumst Bergen. Bergen er einstök borg, falleg og fjölbreytt. Þarna kveðjum við skipið enda siglingunni lokið. Við þurfum að skila klefunum kl. 10 og farangurinn færist í land á vegum skipsins og við nálgumst honum á farangursbandinu í hafnarhúsinu. Rúta sækir okkur í höfninni. Leiðin á hótelið er stutt, en við fáum nokkuð fróðleik um borgina. Við tékkum okkur inn og eftir er frjáls tími að kvöldmatnum og er upplagt að rölta niður á Bryggjuhverfið og kannski taka Fløibanen upp á fjallið Fløyen. Sameiginlegur völdverður í Bergen á hótelinu.
Dagur 10. (11./22.ág.)
Morgunmatur á hótelinu og um hádegi ekur rúta okkur út á flugvöll. Við fljúgum með Icelandair kl. 15:30 og við lendum í Keflavík um kl. 15:50 á íslenskum tíma.
Hótelin:
Helsinki/Helsingfors: Scandic Hotel Helsinki Hub, Annegatan 18, 00120 Helsinki/Helsingfors, S. + +358 300 870680. https://www.scandichotels.com/hotels/finland/helsinki/scandic-helsinki-hub
Ivalo: Hotel Ivalo, Ivalontie 34, FI-99800 IVALO, Finland, S. +358 16 688 111. https://hotelivalo.fi/en/
Bergen: Scandic Hotel Bergen City, Håkonsgade 2-7, 5015 Bergen, S. +47 55 33 33 00. https://www.scandichotels.no/hotell/norge/bergen/scandic-bergen-city
Havila: https://www.havilavoyages.com/
Verð: 620.000 ISK á mann miðað við 2ja manna herbergi.
(Eins manns herbergi: 750.000 ISK)
60.000 kr. á mann greiðist til að staðfesta bókunina og afgangurinn fyrir 1.6.2025.
Verðið er miðað við gengið í september 2024. Við gengisbreyting > 5% er verðið með fyrirvara um gengisleiðréttingu fyrir útistandandi upphæð. Við afbókun fyrir 1.6.2025 endurgreiðist staðfestingargjaldið og allt sem hefur verið greitt inn á ferðina, nema 30.000 kr. sem er haldið eftir fyrir umsýslukostnað. Eftir 1.6.2025 fæst ekkert endurgreitt og eru ferðalangar beðnir um að hafa ferðatryggingu ef eitthvað kemur upp stutt fyrir brottför.
Ef ferðin verður aflýst vegna ófyrirséðra aðstæðna, eða ef nægjanleg þátttaka náist ekki, verður allt endurgreitt.
Upplýsingar
Finnland er 3 klst á undan Íslandi, Noregur 2 klst.
Í Finnlandi er gjaldmiðillinn EUR og í Noregi NOK.
Hægt er að greiða með kort alls staðar. Um borð í skipinu verður maður að skrá kreditkort og öll innkaup um borð eru skuldfærð á klefakortið sem verður tengt kreditkortinu. Uppsöfnuð innkaup skuldfærist á kreditkortið í lok siglingunnar.
Allt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða ófyrirséðra aðstæðna. Farastjóri getur fært dagskráliða milli daga þar sem er dagskrá fyrir og eftir siglinguna með Havila. Líka með fyrirvara um breytinga í flugáætlunum hjá Icelandair og Finnair.
Innifalið:
Flug með Icelandair frá Keflavík til Helsinki.
Flug með Icelandair frá Bergen til Keflavíkur.
Flug með Finnair frá Helsinki til Kittilä í Finnlandi.
Rútuferðir frá og að flugvöllum (ekki Keflavík). Rútuferð frá flugvellinum í Kittilä til Ivalo og svo Ivalo – Kirkenes.
Gisting á góðum hótelum í tveggja manna herbergi (eða eins manns) í Helsinki, Ivalo og Bergen með morgunmat.
Í siglingunni með Havila er gist í tveggja manna klefum með gluggum.
Skoðunarferðir:
Hálfs dags skoðunarferð um Helsinki.
Göngutúr í miðbæ Helsinki
Fullt fæði í siglingunni með Havila
Einn hádegis- og einn kvöldverður í Helsinki.
Einn kvöldverður í Ivalo og einn í Bergen
Íslensk fararstjórn. Fararstjóri er Per Ekström.
Ekki innifalið
Ferðatrygging
Drykkir
Ferðin er skipulögð af Martins Resor, sem er ábyrgðaaðili og er í samstarfi við Alandia Travel Service og eru þessar báðar ferðaskrifstofur með lögbundnu leyfi og ábyrgðatryggingar.
Ítarupplýsingar
Dagsetning
02.08.2025 - 11.08.2025
Verð frá
620.000 kr.
Staðfestingargjald
60.000 kr.
Greiðsludagur
Jun 1, 2025