Álandseyjar

Upplifðu einstaka uppskeruhátíð á Álandseyjum. Heimsæktu sögufræga staði, njóttu listar og menningar, og taktu þátt í hátíðarstemningu þar sem bændur bjóða gestum heim. Ferðin innifelur skoðunarferðir, máltíðir og afslappandi dvöl í Maríuhöfn.

Upplifðu einstaka uppskeruhátíð á Álandseyjum. Heimsæktu sögufræga staði, njóttu listar og menningar, og taktu þátt í hátíðarstemningu þar sem bændur bjóða gestum heim. Ferðin innifelur skoðunarferðir, máltíðir og afslappandi dvöl í Maríuhöfn.

No H4 headings found on this page

Yfirlit

Eyjaparadísin Álandseyjar heldur árlega hátíð („Skördefest“), þar sem bændur bjóða öllum heim til sín og sýna og selja sínar afurðir „beint frá býli“. Næsta haust, 18. - 22. september 2025, ætlum við að heimsækja eyjarnar og taka þátt í hátíðinni. Við ferðumst milli bæja og fáum að upplifa stemminguna á þessari einstöku hátíð. En við ætlum líka að skoða Álandseyjar og skerjagarðinn og fræðast um heimastjórnina og þá merkilegu sögu sem eyjaklasinn hefur að geyma. Við fáum fróðleik um list og menningu líka. Sagan dregur rætur sínar til steinaldar þegar skerin hófu að rísa úr sæ, en svo er sagan frá Víkingaöldinni og til dagsins í dag mjög áhugaverð. Náttúran skartar sínu fegursta þar sem klettar og vogar eru alltaf í kring um okkur. Við heimsækjum eyjuna „Föglö“ við siglingaleiðina austur til Finnlands. Það er margt innifalið í ferðinni, eins og skoðunarferðir, máltíðir og drykkir. Ekki þarf að taka upp veskið, nema til að kaupa minjagripi og fleira ef fólk vill. Álandseyjar eru innan ESB svæðisins, en fyrir utan skattasvæði ESB og því er tollfrjáls varningur seldur um borð í ferjunni á milli Álandseyja og Svíþjóðar. Það er upplagt að kaupa um borð, þar sem verðið er hagkvæmt og jafnvel dýrara en í fríhöfninni í Keflavík. Ferðin er skipulögð af Alandia Travel Service. Per Ekström verður farastjóri, sem er frá Álandseyjum. Hann talar góða íslensku. Konan hans, Kristbjörg Ásta Ingvarsdóttir, verður líka með í ferðinni. Ferðin er í samstarfi við AX Tours AB og Ålands Turist & Konferens AB á Álandseyjum og eru þær ferðaskrifstofur með tiltekna ferðaskrifstofuleyfi og ábyrgðatryggingu. Alandia Travel Service er með lögbundna ferðaskriftstofuleyfi og tryggingu á Íslandi.

Ferðalýsing

Fimmtudagur 18/9 (1. dagur)

Við fljúgum kl. 07:35 með Icelandair til Stokkhólms. Rúta bíður okkar á Arlanda og við förum til Stokkhólms og ef tíminn leyfir skoðum við borgina aðeins áður en við siglum til Maríuhafnar í glæsiskip. Um borð sneiðum við kvöldverð (hlaðborð) með drykkjum (gos/bjór/léttvín). Rútan fylgir okkur alla leið og farangurinn getur verið í rútunni alla leið. Við komum til Álandseyja rétt fyrir miðnætti á staðartíma og rútan keyrir okkur á Hótel Arkipelag. Arkipelag er 4* hótel í miðbæ Maríuhafnar og er með veitingahús, næturklúbbi, sauna og sundlaug. Öll okkar herbergi eru með útsýni yfir smábátahöfnina og ströndina.

Föstudagur 19/9 (2. dagur)

Rútan sækir okkur eftir morgunmat og við skoðum glæsilega sjóminjasafn Álendings og seglskútuna 4 mbk „Pommern“, sem er einstök í heiminum og eina seglskútan í upphaflegu útfærslu. Skútan sigldi milli Englands og Ástralíu milli heimsstyrjalda og þessar siglingar voru í rauninni upphaf nútíma skipaútgerðar í eyjunum. Við skoðum vesturhluta aðaleyjunnar, m.a. það tignalega pósthús Rússa frá 19. öldinni, þegar Álandseyjar og Finnland tilheyrðu Rússlandi. Upp úr hádegi heimsækjum við Stallhagen Brugghús og skoðum bjórverksmiðjuna og smökkum þeirra bjór. Hádegismatur með bjór/gos og kaffi. Þegar við komum tilbaka til Maríuhafnar er frjáls tími til að skoða miðborgina. Á hótelinu stendur okkur til boða að fara í sauna og sundlaug á hótelinu milli kl. 17 og 19. Um kvöldið sneiðum við kvöldverð á hótelinu.

Laugardagur 20/9 (3. dagur)

Eftir morgunmat halda við áfram og heimsækjum staði sem taka þátt í uppskeruhátíðinni, m.a. stórt býli og eplagarð. Við fáum hádegisverð á „Smakbyn“, rétt hjá miðaldarkastalanum Kastelholm. Við fáum að heyra sögu hans, sem hefur rætur að rekja til 13. aldar. Við komum til baka á hótelið um kl. 17 og þá er aftur möguleiki að fara í sauna og sundlaug á hótelinu. Kvöldverður á veitingastað rétt hjá hótelinu.

Sunnudagur 21/9 (4. dagur)

Eftir morgunmat förum við frá hótelinu kl. 9:30 og til skerjagarðseyjunnar „Föglö“ eftir stutta rútuferð og tæplega hálftíma ferjusiglingu. Þar tekur listamaður á móti okkur og sýnir okkur eyjuna og listagalleríið hans. Við borðum hádegismat á veitingastaðnum „Seagrams“. Á leiðinni til baka komum við í listasafnið „Önningebymuseet“ með listaverk eftir listamenn sem tóku þátt í „Önningebykolonien“, sem var hópur listamanna, sem safnaðist saman í lok 19. aldar og að fyrra heimstyrjöldinni. Þetta er sambærilegt við listamennina sem máluðu listaverk í Skagen á Jótlandi á sama tímabili. Milli kl. 17 og 19 er hægt að fara í sauna og sund á hótelinu, sem er í boði fyrir hótelgesti. Flottur kvöldverður (kannski tækifæri að klæða sig aðeins upp) bíður okkar á Restaurant Nautical. Kvöldverðurinn er þriggja rétta hátíða máltíð með drykkjum. Rútan ekur okkur báðar leiðir. Gott að gera upp við hótelið ef einhver skuld væri, þar sem við förum á brott snemma næsta dag.

Mánudagur 22/9 (5. dagur)

Heimfarardagur. Við gætum fengið eitthvað smá í morgunmat á hótelinu, en við borðum svo alvörumorgunmat á ferjunni. Brottför frá hótelinu kl. 07:00 með rútu sem ekur okkur til ferjuhafnarinnar í Berghamn. Ferjan fer af stað kl. 8 og við förum beint upp í morgunverðarhlaðborð í ferjunni. Eftir 2ja tíma sigling komum við til Grisslehamn í Svíþjóð kl. 9 á sænskum tíma. Rútan fer með okkur til Arlanda og flugvélin fer í loftið kl. 13:50. Við lendum í Keflavík kl. 14:40.

Verð

298.000 ISK á mann miðað við 2ja manna herbergi. (Eins manns herbergi: 350.000 ISK) 40.000 kr. á mann greiðist við bókun og afgangurinn fyrir 30.6.2025. Verðið er miðað við gengi í sept. 2024. Við gengisbreytingu > 5% er verðið með fyrirvara um gengisleiðréttingu. Við afbókun fyrir 30.6.2025 endurgreiðist staðfestingargjaldið og allt sem hefur verið greitt inn á ferðina, nema 20.000 kr. sem er haldið eftir fyrir umsýslukostnað. Eftir 30.6.2025 fæst ekkert endurgreitt. Mælt er með að ferðalangar hafi ferðatryggingu til að dekka ferðakostnað við forfall með stuttu fyrirvara.

Innifalið

  • Flug með Icelandair frá Keflavík til Stokkhólms (Arlanda) og til baka.

  • Rútuferð frá Arlanda, skoðunarferð um Stokkhólm, akstur til hafnarinnar Grisslehamn og með ferju til Álandseyja. Rútan fylgir okkur alla leið og farangurinn má vera í rútunni allan tímann. Kvöldverðarhlaðborð í ferjunni m/s Eckerö með drykkjum. Siglingin er 2 klst. í stóru og flottu skipi. Tax free sala á áfengi, snyrtivörum og fleira.

  • Gisting á 4**** hótelinu Arkipelag í Maríuhöfn, fjórar nætur með morgunmat. Frítt í sauna og sundlaug fyrir hótelgesti milli kl. 17 og 19.

  • Skoðunarferðir með rútu:

    • Skerjagarðseyjan „Föglö“ og listasafnið „Önningebymuseet“

    • Heimsókn í bjórbrugghús með bjórsmökkun og hádegisverði.

    • Uppskeruhátíðin, dagsferð, með hádegisverði, bjór/léttvín.

    • Heimsókn í sjóminjasafn Álendings og seglskútuna 4 mbk Pommern

  • Ferjusigling með m/s Eckerö. Morgunverðarhlaðborð í ferjunni.

  • Rútuferð til Arlanda fyrir flugið heim.

  • Þrír rétta kvöldverðir og þrír hádegisverðir með drykkjum (sjá nánar í dagskránni) á Álandseyjum.

  • Íslensk farastjórn. Farastjóri er Per Ekström.

Ekki innifalið

  • Ferðatrygging

Hótel Arkipelag

Fjögurra stjörnu hótel í miðbænum. Hótelið er með flottan veitingastað, næturklúbbi, sauna og sundlaug (frítt fyrir hótelgesti kl. 17 – 19). Öll okkar herbergi eru með svalir og útsýni yfir smábátahöfnina og ströndina. Frítt WiFi og öryggishólf.

Tímabelti

Í september er sumartími á Álandseyjum og klukkan er þrémur tímum á undan Íslandi. Svíþjóð er tveimur tímum á undan Íslandi.

Gjaldmiðill

Álandseyjar tilheyra Finnlandi og nota EUR. Í Svíþjóð eru sænskar krónur.

Bókun og upplýsingar

Ferðin er skipulögð af Alandia Travel Service. Farastjórinn getur fært dagskráliðið, en það sem er nefnt í ferðalýsingunum hér fyrir ofan verður allt gert.

Samstarfsaðilar á Álandseyjum eru AX Tours AB og Ålands Turist och Konferens AB og eru þessi fyrirtæki öll með lögbundna ferðaskrifstofuleyfi og tryggingar. Alandia Travel Service / Per Ekström er með lögbundna ferðaskrifstofuleyfi og tryggingar hjá Ferðamálastofu.

Ítarupplýsingar

Dagsetning

18.09.2025 – 22.09.2025

Verð frá

298.000 kr.

Staðfestingargjald

40.000 kr.

Greiðsludagur

Jun 30, 2025

Þú gætir einnig haft áhuga á

Þú gætir einnig haft áhuga á

Áfangastaðir

Finnland

Finnland

Finnland

Finnland

Álandseyjar

Álandseyjar

Álandseyjar

Álandseyjar

Alandia

Travel Service

Hafa samband

Heimilisfang

109 Reykjavík

Alandia

Travel Service

Hafa samband

Heimilisfang

109 Reykjavík

Alandia

Travel Service

Hafa samband

Heimilisfang

109 Reykjavík